Byrjendanámskeið - Akrýl

Naglaskóli Naglameistarans hefur alltaf verið mjög vinsæll og færri komast að enn vilja. Tvær annir eru á hverju ári , næsta önn hefst í september 2020 en skráningar hefjast í apríl. Það verður auglýst betur á facebooksíðu Naglameistarans einnig munu skráningar fara þar fram.

Árið 2015 byrjuðum við að kenna með vörum frá Nail Perfect og höfum kennt á þær vörur síðan, enda mjög góðar vörur.

Kröfurnar þeirra um að mega kenna á þessar vörur eru mjög strangar og þurfa kennarar að fara reglulega á námskeið til að viðhalda kennsluréttindum.

Naglaskólinn býður ma. uppá byrjendanámskeið í akrýlnöglum. Námskeiðið er tvö kvöld í viku í 10 vikur. Farið er yfir allt það sem þú þarft að vita til að byrja ss. hreinlæti, sjúkdóma, anatomiu, efnafræði svo verklegar æfingar með æfingarhendi og módelum. Með fylgir veglegur vörupakki sem inniheldur LED lampa, þráðlausan bor og vörur. Allt eru þetta professional vörur sem við notum sjálfar. Verð 320.000kr. Athugið að þið gætuð átt rétt á niðurgreiðslu ,að hluta til, hjá stettarfélagi.

 


Newer Post