Um Nail Perfect.

Fréttir

Fyrirtækið World Wide Beauty Distribution Group (wwbdgroup) er staðsett í Eindhoven í Hollandi. Byrjaði sem lítið fjölskyldufyrirtæki árið 1993 ma. sem eitt af fyrstu fyrirtækjum sem fluttu naglavörur til Evrópu. 

Í dag eru þeir bæði framleiðendur og dreyfingaraðilar fyrir 77 lönd. Með yfir 15.000 vöruflokka og rúmlega 8.000m2 vöruhús. Og skiptist fyrirtækið í 4 hluta , Beauty Factory er framleiðslan sem framleiðir ma. Nail Perfect.

Vörurnar voru í þróun í 3 ár áður en þær voru settar á markaðinn, og eru efnafræðingar og naglafræðingar vinna að Nail Perfect. Þeir naglafræðingar sem hafa unnið mest í þróun Nail Perfect eru ma. Tracey Lee - International Nail Artist and Educator. Hún kemur bæði að þróun og kennslu. Hefur hún tekið þátt í og unnið fleiri keppnir enn margir.  En árið 2017 vann Tracey þann eftisótta titil NAILS NextTop Nail Artist.  

Einnig er Dorota Palicka - International Nail Artist and Educator sem kemur mikið að  þróun og kennslu. Hún hefur einnig tekið þátt í og unnið margar keppnir. Dorota hefur einnig komið til okkar á Naglameistarann og haldið námskeið i naglaskrauti.

það er alltaf eitthvað nýtt á nálinni hjá Nail Perfect en nú er að koma nýtt logo, nýjar umbúðir og fullt af nýjum og spennandi vörum.

Af sjálfsögðu eru vörurnar ekki prufaðar á dýrum.

 

 


Older Post Newer Post