MARC INBANE

Fréttir

Við höfum fengið til okkar þessar geggjuðu brúnku vörur og ætlum að hafa þær til sölu bæði hér í netverslun og á stofunni okkar við Selhellu 3.

MARC INBANE er hágæða hollenskt snyrtivörumerki sem framleiðir lúxus húðvörur með áherslu á brúnkuvörur og eru þau frumkvöðlar á sínu sviði.

Hrein innihaldsefni, faglegt handverk, fáguð útlitshönnun og fagmennska í öllu framleiðsluferlinu setur MARC INBANE í leiðandi stöðu í framleiðslu á hágæða snyrtivörum.

Stöðugur vilji okkar hjá MARC INBANE til að betrumbæta og þróa afurðir okkar gerir okkur kleift að vera í fremstu línu við að kynna nýjustu framfarir í heimi brúnkunnar. Vegna þessa hafa vörur okkar unnið til verðlauna um allan heim.

SAGAN

Eftir að hafa misst af flugi frá Amsterdam sátu Ingo, Bart og Nele saman, biðu eftir næstu vél og fylgdust með öðrum farþegum ganga um. Þau tóku fljótt eftir ólíku fasi og líkamsburði farþeganna sem voru á heimleið og þeirra sem voru að fara út. Farþegar á heimleið voru geislandi, sólbrúnir og heilbrigðir sem hafði augljós jákvæð áhrif á göngulag og líkamsburð þeirra. 

Það var þá sem hugmyndin að náttúrulegu brúnkuspreyi fæddist; heilbrigð leið til að viðhalda sólbrúnku allan ársins hring. INgo, BArt og NEle blönduðu saman nöfnunum sínum og MARC INBANE varð til þann 21. apríl 2012.


Older Post Newer Post